Hollvættur á heiði tilnefndur til tvennra Grímuverðlauna

Fulltrúar leiksýningarinnar Hollvættur á heiði, sem sett var upp í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, í nóvember í fyrra, hljóta tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, í ár.

Sýningin er ein af þeim sem tilnefnd er sem barnasýning ársins. Vigdís Halla Birgisdóttir, sem lék dvergtröllið Skrúfu, er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki.

Þór Tulinius samdi Hollvættur á heiði sérstaklega fyrir Sláturhúsið. Það er innblásið af austfirskum þjóðhátum, staðháttum, sögu og menningu.

Sláturhúsið sá um framleiðslu verksins. Vigdís Halla er einn þriggja atvinnuleikara sem komu austur til að taka þátt í verkinu en önnur hlutverk voru í höndum heimafólks.

Verðlaunin verða afhent að kvöldi miðvikudagsins 29. maí.

Mynd: Tara Ösp Tjörvadóttir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar