Hreppurinn rekinn með hagnaði

Rekstur Borgarfjarðarhrepps var jákvæður um 14 milljónir króna árið 2008. Sveitarstjórn samþykkti ársreikninga hreppsins í vikunni.

borgarfjrur2_vefur.jpg

Rekstrartekjur námu 99 milljónum og rekstrartekjur A-hluta voru þar af 97 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta skilaði 25 milljóna króna rekstarafgangi en B-hluti sveitasjóðs var rekinn með um 11 milljóna króna tapi.

Sveitarstjórn lét bóka að í ljósi slæmrar rekstrarafkomu B-hluta sveitarfélagsins hafi verið ákveðið að A-hluti sveitarsjóðs legði B-hluta til 11,7 milljónir króna en rekstrarhallinn sé að meginhluta tilkominn vegna hækkunar verðbóta á fasteignalánum félagslegra íbúða.

Eigið fé sveitafélagsins í árslok 2008 nam 156 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi A- og B hluta en eigið fé A-hluta nam 190 milljónum króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar