Húsaleigubætur farnar að berast

Sveitarfélagið Fjarðabyggð er aftur farið að greiða út húsaleigubætur eftir tveggja mánaða bið.

 

ImageAusturglugginn hefur seinustu vikur heyrt í námsmönnum á höfuðborgarsvæðinu sem hvorki höfðu fengið greiddar bætur fyrir febrúar né marsmánuð. Hjá Fjarðabyggð fengust þær upplýsingar að í síðustu viku hefði verið ráðinn starfsmaður til að sinna sérstaklega bótunum og unnið væri að úrbótum vegna vinnslu bótanna. Ókláruðum málum yrði vonandi lokið fyrir helgi og öllum umsækjendum, sem rétt ættu á bótum, greitt. Einhver mál gætu samt þurft að bíða fram yfir páska.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar