Hugmyndaráðuneyti leitar framtíðarsýnar þjóðarinnar

Hugmyndaráðuneytið ásamt menntamálaráðuneytinu vilja vekja athygli á verkefninu Framtíðarsýn þjóðar sem stendur yfir dagana 17. til 24. apríl. Verkefnið er heimaverkefni sem skólar geta boðið nemendum að leysa í faðmi fjölskyldunnar. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl barna og foreldra sem og þjóðarinnar allrar með því veita Íslendingum sterka framtíðarsýn og von.

hugmyndaruneyti_copy.jpg

 

Á morgun föstudaginn 17. apríl klukkan 15 mun Hugmyndaráðuneytið opna verkefnið Framtíðarsýn þjóðar með formlegum hætti í Þjóðminjasafni Íslands.  Verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir og það nýtur velvilja menntamálaráðuneytisins.

 

Framtíðarsýn þjóðar er samfélagsverkefni sem er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hver framtíðarsýn okkar allra er. Verkefnið er öllum opið, unnið í sjálfboðavinnu, ópólitískt og eign þjóðarinnar.

 

Aðal markmið verkefnisins er að hjálpa þjóðinni að ræða saman og fá hana til að horfa til framtíðar. Niðurstöður verkefnisins munu svo gefa okkur áður óþekkta sýn á gildi og verðmætamat þjóðarinnar.

Frumkvæði að verkefninu á Hugmyndaráðuneytið sem eru ópólitísk grasrótarsamtök og starfa án allra fjárveitinga og hagsmunatengsla. Það óskar nú eftir samstarfi við skóla landsins til að tryggja að verkefnið nái til barna og unglinga. Verkefninu er ætlað að vekja yngri kynslóðir, erfingja landsins, til umhugsunar um framtíðina og virkja þau til þátttöku. Án aðkomu skólakerfisins er hætt við að verkefnið nái ekki til barna og unglinga.

 

Úrlausn verkefnisins fer fram á heimili nemenda og í gegnum vefinn. Kennarar og skólar eru beðnir að dreifa verkefnisblaði til nemenda og veita því móttöku viku síðar. Verkefnið veitir fjölskyldum tækifæri á að setjast niður með börnum sínum og ræða saman um mikilvæg málefni og svara saman spurningum sem horfa til framtíðar.

  fjlskylda.jpg

......................................................................................

Framtíðarsýn þjóðar / bréf til fjölskyldna landsins:

 

Kæra fjölskylda.

 

Vikuna 17. - 24. apríl 2009, mun fara fram þjóðar átak um framtíðarsýn

Íslands. Verkefnið er stutt af Menntamálaráðuneytinu og Vigdís

Finnbogadóttir er verndari verkefnisins.

Við stöndum á tímamótum í dag þar sem einstakt tækifæri gefst á því að

endurskoða hvar okkar raunverulegu verðmæti liggja. Núna hefur opnast

einstakt tækifæri til þess að leggja ágreiningsmál til hliðar og huga að

sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar. Hugum að því hvar við viljum

vera stödd þegar horft er til framtíðar.

Þann 17. apríl munu grunnskólabörn um allt land fá afhent verkefnablað

með upplýsingum um verkefnið. Úrlausn verkefnisins fer fram á heimili

nemenda og í gegnum vefinn.

Hér er kærkomið tækifæri á að setjast niður með börnum sínum, ræða

saman um mikilvæg málefni eins og:

• Hvað skiptir okkur mestu máli þegar horft er til framtíðar?

• Hvað skiptir mestu máli fyrir framfarir samfélagsins?

• Og hvernig óskum við okkur að framtíð þjóðarinnar verði?

Niðurstöður umræðunnar eru síðan færðar inn á vefsíðu verkefnisins á

framtidarsyn.is. Þegar verkefninu er lokið kvittar foreldri barnsins á

verkefnablaðið og barnið skilar því til kennara þann 24. apríl.

Nánari útskýringar er að finna á verkefnablaði nemenda auk þess sem

meiri upplýsingar er að finna á framtidarsyn.is

Hugmyndaráðuneytið er ópólitískur vettvangur fólksins í landinu til að

koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig byggja megi upp betra

samfélag. Öll vinna við verkefnið hefur verið unnin í sjálfboðastarfi.

Með ósk um bjarta framtíð

Hugmyndaráðuneytið

www.hugmyndaraduneytid.is

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar