Húsfyllir á Stóru upplestrarkeppninni í Fjarðabyggð

Þéttsetið var í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði í síðasta mánuði þegar þar fór fram héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Fjarðabyggð.

Keppnin sú er haldin árlega og hefst ávallt í öllum skólum á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Frá þeim degi og fram að lokakeppninni síðla í aprílmánuði fóru fram æfingar öllum 7. bekkjum í Fjarðabyggð og sérstök undankeppni þar sem sigurvegararnir tryggðu sér stað í lokakeppninni.

Keppni sem þessari ætlað að leggja rækt við gott íslenskt mál með sérstakri áherslu á framburð og upplestur að sögn Bjargar Þorvaldsdóttur sem hafði umsjón með keppninni að þessu sinni. Nemendur eyða töluverðum tíma frá nóvember og fram á nýtt ár að þjálfa raddstyrk, hljómblæ, túlkun og framkomu auk annars undir styrkri leiðsögn kennara sinna í hverjum skóla fyrir sig. Nemendurnir sjálfir velja svo hvort þeir flytja lesa ljóð eða laust mál í undankeppninni og lokakeppninni.

Að þessu sinni þóttu þau Styrmir Snorrason úr Nesskóla, Hekla Bjartey Davíðsdóttir úr Eskifjarðarskóla og Sólný Petra Þorradóttir úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar framúrskarandi og fengu fyrir vikið bókarverðlaun, viðurkenningar og rósir í þokkabót. Fengu krakkarnir dynjandi lófatak úr salnum í langan tíma í lokin.

Gestir fengu jafnframt að njóta góðrar tónlistar úr heimabyggð María Dögg Valsdóttir lék Whirling Snowflake Waltz á píanó og Adríana Íris Hrannarsdóttir og Iðunn Elísa Jónsdóttir fluttu Dance Class einnig á píanó. Þær eru allar í Tónlistarskóla Eski- og Reyðarfjarðar.

Sigurvegarnir stoltir með verðlaun sín í lokin. Frá vinstri: Hekla Bjartey, Styrmir Snorrason og Sólný Petra. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.