Í Neskaupstað vel heppnuð brú milli leik- og grunnskólans

Athyglisvert nýtt samvinnuverkefni hófst síðastliðið vor í Neskaupstað milli leikskólans Eyrarvalla og Nesskóla. Þar um að ræða hálfgerð nemendaskipti þar sem elstu börn leikskólans fara reglulega í heimsókn í grunnskólann og kynnast starfinu þar og yngsti bekkur grunnskólans heimsækir leikskólann á móti.

Verkefnið kallast Brúin að sögn Sigurlaugar Bjarkar Birgisdóttur, leikskólastjóra á Eyrarvöllum, en svipað verkefni hefur verið í gangi á Fáskrúðsfirði um hríð líka. Munurinn sá að þar er grunnskólinn og leikskólinn í sama húsnæði sem ekki er raunin í Neskaupstað.

„Við hófum þetta í vor og nú þegar það sem af er skólaárinu hafa öll börnin á leikskólanum farið í heimsókn í grunnskólann og grunnskólabörnin komið hingað og það er mikil ánægja með þetta af hálfa barnanna,“ segir Sigurlaug. Þetta valdi því að hugsanlegur ótti eða hræðsla barnanna við að skipta um skóla hverfi því þegar þau loks færa sig yfir í grunnskólann þekkja þau umhverfið, börnin og kennarana.

„Upphafið að þessu tengist fyrirlestri sem við sóttum en þar var komið inn á hvað börnum á leikskóla finndist ógnvekjandi við að færa sig yfir í grunnskólann. Munurinn er líka töluverður því í grunnskólanum eru þau mikið til eigin vegum í frímínútum og útiveru þó auðvitað sé fylgst með þeim af skólaliðum. Þar fara þau sjálf í mat og verða að reiða sig mun meira á sig sjálf en hér á leikskólanum. Á móti þá hafa yngstubekkingar í grunnskólanum, sem voru flest eða öll í leikskólanum, notið þessa líka því þá geta þau komið hingað og leikið sér áhyggjulaust um stund Þannig að allir njóta góðs af þessu verkefni og foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta.“

Að venja elstu nemendur leikskólans við næsta skólastig hefur gefið góða raun á leikskólanum Eyrarvöllum. Mynd Eyrarvellir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.