Irena Fönn vann tvo titla í hársnyrtikeppni

Irena Fönn Clemmensen, Norðfirðingur, vann til verðlauna á hársnyrtikeppni Canvas sem er á vegum Meistarafélags Hársnyrtisveina á Íslandi. Hún vann tvenn verðlaun, annars vegar fyrir hárgreiðslu og hins vegar fyrir bjarta liti. „Ég er afar sátt með árangurinn og held áfram og stefni hærra,” segir Irena Fönn.

Canvas keppnin var stofnuð af Meistarafélagi hársnyrta sem vettvangur þar sem hársnyrtar deila sinni list og vinnu. Keppnin er haldin einu sinni á ári þar sem hársnyrtar geta keppt í 7 flokkum; dömuklippingu, herraklippingu, ljós litur, crazy colors, greiðslu eða go pro.
Hársnyrtar geta sent inn myndir í hvern flokk yfir eins mánaðar tímabil en að því loknu fer af stað kosning á netinu. Þar getur almenningur kosið eina mynd úr hverjum flokki. Þær myndir sem komast í efstu 10 sætin fara fyrir dómnefnd sem velur vinningshafa í hverjum flokki, segir Irena Fönn.

„Þetta hvetur fólk til að vera sýnilegri, því samfélagsmiðlar eru mikið notaðir til þess að skoða vinnu og verk eftir fólk,” segir Irena Fönn.

„Það var mikill heiður að fá að taka þátt í þessari keppni og ég stefni á að keppa á Íslandsmeistaramótinu í mars og ekki síður að taka aftur þátt í Canvas og vinna inn fleiri titla.”

Mynd: Úr einkasafni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar