Jens Garðar vill fyrsta sætið í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. jens_gardar_helgason.jpgJens Garðar hefur setið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar síðan 2006 og er varafulltrúi í bæjarráði. Hann situr í mannvirkjanefnd Fjarðabyggðar. Hann hefur ennfremur gengt formennsku í sjómannadagsráði Fjarðabyggðar síðast liðin ár.

Jens Garðar hefur í gegnum tíðina gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var í sjávarútvegsnefnd flokksins, sat í stjórn SUS fyrir Austurland í ríflega áratug, sat í stjórn FUS, Verði, á Akureyri, var formaður þess um tíma og sat einnig í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Jens Garðar var ennfremur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð frá 2004 til 2006 og á sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins.

Jens Garðar er 33 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA og stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Jens Garðar hefur síðan árið 2000 rekið útflutningsfyrirtækið Fiskimið ehf. á Eskifirði sem flytur út fiskimjöl og lýsi.

Jens Garðar á þrjú börn, þau Heklu Björk 12 ára, Thor 6 ára og Vögg 4 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar