Þjóðhátíðardegi Norðmanna fagnað í Fellabæ
Í dag, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Noregs. Norska fánann mátti sjá við hún í Fellabæ í dag af því tilefni.Það vekur óneitanlega athygli þegar fánar annarra landa eru dregnir að húni á Íslandi. Þegar norski fáninn var dreginn að húni við hús í Fellabæ í morgun og blaðamaður fór að hugsa um hvers vegna hann blakti þarna, einmitt í dag. Svarið við þeim vangaveltum var einfalt, jú það er þjóðhátiðardagur Noregs í dag.
Það lífgar óneitanlega upp á tilveruna að sjá fánum annarra landa flaggað og minnir okkur á að við erum partur af hinum stóra heimi í alþjóðlegu samfélagi þjóðanna. Það minnir okkur einnig á að sífellt verður styttra á milli landa heims með aukinni tækni og bættum samgöngum, þó nú um þessar mundir um örskotsstund, dragi öskuský fyrir sólu í þeim efnum.
Til hamingju Norðmenn!