Skip to main content

Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á sunnudag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. des 2009 00:23Uppfært 08. jan 2016 19:21

Jólatónleikarnir Jólafriður verða haldnir sunnudaginn 20. desember næstkomandi í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og hefjast þeir kl. 20. Þeta er áttunda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir en á þeim er flutt róleg og ljúf tónlist við kertaljós og reynt að skapa notalega stemmningu. Tónlistarstjóri er Daníel Arason.

violins.jpg

Tónleikarnir í ár verða með glæsilegra móti, til að mynda mun sex manna strengjasveit leika með ásamt þriggja manna blásarasveit. Þá verður hrynsveitin á sínum stað, gítar, bassi, trommur og píanó ásamt um það bil 15 manna kór.

Tónlistarmennirnir sem fram koma eru allir búsettir á Austurlandi eða ættaðir þaðan utan þrjá fiðluleikara og sellóleikara sem koma að norðan.

Aðgangseyrir er  2.000  kr., ókeypis fyrir grunnskólabörn.