Jólatónleikar að hætti Mahaliu Jackson

esther_jokuls_mahaliu.jpg

Esther Jökulsdóttir söngkona ásamt hljómsveit standa nú í sjötta sinn fyrir tónleikum þar sem þekktustu jóla- og gospellög hinnar þekktu söngkonu, Mahaliu Jackson, verða flutt. Að þessu sinni verður einnig boðið upp á tónleika á Egilsstöðum, í heimabyggð Estherar. 

 

Efni af hljómplötu Jackson, Silent Night, verður sem fyrr í aðalhlutverki á tónleikunum auk þess sem áheyrendur fá að njóta gospelperla af hljómplötunum I believe og You never walk alone. 

Til þessa hafa tónleikarnir einvörðungu verið haldnir í Reykjavík, en í ár munu Esther og félagar leggja land undir fót því fimmtudaginn 29. nóvember geta Austfirðingar hlýtt á tónleikana í Egilsstaðakirkju kl. 20.00. 

Með Esther syngur er karlakvartett, skipaður þeim Benedikt Ingólfssyni bassa og tenórunum Einari Clausen, Skarphéðni Hjartarsyni og Erni Arnarsyni. Þá fylgir henni hljómsveit sem í eru: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, pianó, Erik Qvick trommum, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Útsetningar laganna eru unnar af Aðalheiði og Skarphéðni. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar