Jónas Sig á Bogganum: Rangur maður - Myndband

jonas_sig_bogginn_0106_web.jpg

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hélt í gærkvöldi sína sextándu tónleika á átján dögum í Fjarðaborg á Borgarfirði eystri. Stefnan er að halda átján tónleika og á Jónas því enn eftir tónleika í kvöld og á morgun.

Jónas tók þar lagið Rangur maður, sem hann gerði frægt með Sólstrandargæjunum, að beiðni gesta og sagði frá því hvernig línur á borð við „Af hverju var ég fullur á virkum degi“ hafa ferðast víðar en þeim var ætlað í upphafi.

Agl.is var á staðnum og fangaði stemminguna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar