Jónína úr bæjarstjórn
Jónína Rós Guðmundsdóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir leyfi frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs út kjörtímabilið. Sæti hennar þar tekur Árni Ólason.
Jónína hefur í kjölfar þingmennskunnar einnig látið af embætti sem formaður bæjarráðs. Það embætti verður næsta árið í höndum Baldurs Pálssonar, sem eftirlét Jónínu það í upphafi árs 2007. Soffía Lárusdóttir verður áfram forseti bæjarstjórnar, Baldur fyrsti varaforseti og Þráinn Lárusson annar varaforseti.
Fleiri breytingar urðu á stjórnum Fljótsdalshéraðs í byrjun mánaðarins. Baldur Pálsson vék úr skipulags- og mannvirkjanefnd en þar kom Árni Ólason inn í staðinn. Breytingar urðu einnig meðal ýmissa varamanna, en Jónína Rós hætti í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella og bygginganefnd reiðhallarinnar Iðavöllum.