Jónína úr bæjarstjórn

Jónína Rós Guðmundsdóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir leyfi frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs út kjörtímabilið. Sæti hennar þar tekur Árni Ólason.

 

ImageJónína hefur í kjölfar þingmennskunnar einnig látið af embætti sem formaður bæjarráðs. Það embætti verður næsta árið í höndum Baldurs Pálssonar, sem eftirlét Jónínu það í upphafi árs 2007. Soffía Lárusdóttir verður áfram forseti bæjarstjórnar, Baldur fyrsti varaforseti og Þráinn Lárusson annar varaforseti.

Fleiri breytingar urðu á stjórnum Fljótsdalshéraðs í byrjun mánaðarins. Baldur Pálsson vék úr skipulags- og mannvirkjanefnd en þar kom Árni Ólason inn í staðinn. Breytingar urðu einnig meðal ýmissa varamanna, en Jónína Rós hætti í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella og bygginganefnd reiðhallarinnar Iðavöllum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.