Jólaálfar með óskunda í Safnahúsinu á Egilsstöðum

Snemma í þessum mánuði varð starfsfólkið í Safnahúsinu á Egilsstöðum vart við tvo óboðna gesti í húsinu. Þar um að ræða tvo jólaálfa sem ekkert hefur leiðst að gera þar prakkarastrik af ýmsu tagi. Það meðal annars orðið til þess að héraðsskjalavörður hefur svo rifið hár sitt og skegg vegna þessa allan mánuðinn að lítið er orðið eftir.

Jólaálfarnir tveir laumuðust inn í safnahúsið í byrjun mánaðarins og sýna á sér ekkert fararsnið samkvæmt heimildum. Hafa þeir ekki einungis strítt héraðsskjalaverðinum heldur og látið starfsfólk Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðsbúa vel vita af sér.

Svo virðist sem álfarnir séu sérstaklega hrifnir af því að hrella héraðsskjalavörðinn á neðstu hæð hússins með alls kyns uppátækjum. Þeir sett hluta þess safns á annan endann með prakkarastrikum sínum og skjalavörður eytt meiri tíma í að taka til eftir þá en að sinna sínu eiginlega starfi lunga mánaðarins. Munaði minnstu að illa færi fyrr í vikunni þegar álfarnir uppgötvuðu pappírstætara safnsins og voru nálægt því að skemma býsna mikilvæg gögn áður en til þeirra sást. Af þeim áformum náðist meðfylgjandi mynd.

Þó álfarnir séu meðal annars grunaðir um að hafa klárað bakkelsi og kökur sem starfsfólk Safnahússins hugðist fá sér í kaffitímum eru þeir almennt rólegri á Minja- og bókasafninu. Þeir virðast mjög forvitnir um gamla tíma og þá sést hefur til þeirra fikta sig áfram með perlugerð og púsluspil í bókasafnsálmunni og eitthvað virðast þeir hafa gluggað í nokkrar bækur í og með.

Sökum þess að jól og áramót ber nú upp snemma vikunnar svo jólafrí flestra verður í lengri kantinum gefst áhugasömum aðeins tækifæri að reyna að koma auga á jólaálfana í dag og á morgun. Héraðsskjala- og Minjasafnið verða lokuð frá og með Þorláksmessu en bókasafnið verður reyndar opið þann dag og á föstudag eftir viku áður en áramótafrí tekur við fram á nýárið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar