Jólagullkorn Alberts gera hátíðina betri

Austfirski lífskúnstnerinn Albert Eiríksson (Albert eldar) kann þá list mætavel að bæði njóta jólanna í allri sinni mynd og ekki síður að leyfa öðrum að njóta með um leið.

Albert setti saman, að beiðni Austurgluggans, tíu góð ráð til góðrar jólahátíðar og ennfremur tíu hluti sem enginn ætti að venja sig á yfir hátíðina svo allir njóti þessarar helgu hátíðar sen allra best.

Öll ráðin má finna í jólablaði Austurgluggans sem komið er út en við fengum leyfi til að birta fjögur þeirra hér.

Jákvætt

Gera góðverk: Það er alveg sérlega gefandi að gera góðverk. Góðverk þurfa hvorki að vera stór né kostnaðarsöm.

Upprifjun: Það er alltaf gaman að rifja upp eitt og annað sem gerst hefur á jólunum, getur verið eftirminnileg jólakort, matarminning, heimsókn eða eitthvað allt annað.

Neikvætt

Gleðilega rest: Þótt aðfangadagur, jóladagur og annar dagur jóla sé liðinn, þá eru jólin ekki um garð gengin. Á nýársdag og dagana þar á eftir óskum við fólki gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það liðna. Á milli jóla og nýárs heyrist fólk stundum segja: Gleðilega rest. Eins og kunnugt er standa jólin til þrettándans og dagarnir frá 26.-31. desember eru því ekki restin af jólunum. Höldum í þá fallegu hefð að óska fólki gleðilegra jóla eða segja gleðilega hátíð.

Appelsínu- og eplasögurnar: Fólk sem fæddist upp úr 1970 og til þessa dags hefur þurft að hlusta á fullorðið fólk segja söguna af því að í þeirra ungdæmi hafi aðeins fengist appelsínur og epli fyrir jólin og að eplailmurinn í þá daga hafi verið engu líkur. Það má alveg segja þessar sögur mun sjaldnar. Já, og líka með að ekkert sjónvarp hafi verið á fimmtudögum - það eru allir búnir að ná þessu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.