Jólamarkaður Jólakattarins á nýjum stað

Á morgun opnast, sextánda árið, dyr hins sívinsæla árlega jólamarkaðar skógarbænda á Héraði, Jólakattarins, á milli klukkan 11 og 16. Að þessu sinni er markaðurinn á nýjum stað.

Jólakötturinn verið haldin undanfarin ár, að Covid-árunum undanskildum, í öðru gróðurhúsinu sem finnst að Valgerðarstöðum í Fellabæ og sú staðsetning hentað afar vel enda nægt pláss innandyra og enginn skortur á stæðum utandyra. Að þessu sinni var tekin sú ákvörðun að færa markaðinn í uppgert húsnæði Landsnets á Egilsstöðum þar sem áður var verslunin Vaskur.

Fyrir þessari breytingu var ekki önnur ástæða en sú, að sögn Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur, en að töluvert væri af plöntum nú í gróðurhúsinu sem ekki var raunin áður og því tekin sú ákvörðun að breyta aðeins til í ár þegar þetta nýja húsnæði bauðst. Húsið, sem fór illa í eldsvoða haustið 2022, hefur að stórum hluta verið endurreist.

„Hér er nægt pláss fyrir alla sem að koma og sem endranær verður fjöldinn allur af sölu- og kynningaraðilum að taka þátt eða um 50 aðilar alls. Hér má fá allt frá matvælum og handverki ýmsu auk þess sem hér verður í fyrsta sinn hægt að kaupa einar fimm mismunandi tegundir af jólatrjám frá Austurlandi. Slíkt hefur ekki verið í boði áður á markaðnum.“

Fulltrúar frá Múlaþingi verða einnig á staðnum með blað og blýant og taka gjarnan á móti hugmyndum og eða kvörtunum frá íbúum meðan á markaðnum stendur. Allnokkur fjöldi fólks hefur nýtt það tækifæri síðustu ár til að koma ýmsu á framfæri við ráðamenn í sveitarfélaginu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar