Jónas Sig á Stöðvarfirði, danssýning á Vopnafirði og ný sýning í Glettu

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson heldur tónleika á Stöðvarfirði annað kvöld, á Vopnafirði verður vorsýning danslistaskólans Valkurju og ný sýning verður opnuð í sýningarrýminu Glettu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði um helgina.

Jónas þarf vart að kynna Austfirðingum, en eftir að hafa verið í framhaldsskóla eystra hefur hann tengst svæðinu sterkt, meðal annars með sumartónleikum á Borgarfirði eystra. Að þessu sinni kemur hann fram í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði á tónleikum sem hefjast klukkan 21:00.

Á morgun opnar önnur sýningin í röð ´uns á Borgarfirði eystra. Þar sýna listamennirnir Anna Hallin, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Reynisdóttir og Ola Bergmann verk sýn.

„Listamennirnir hafa unnið ný verk sérstaklega fyrir sýningarrými hafnarhússins. Á sýningunni verða skúlptúrar teikningar og ljósmyndir. Hafnarhúsið hefur fallegan lagskiptan arkitektúr þar sem form, ljós og efni móta heildrænan strúktúr. Listamennirnir nálgast sýningarrýmið út frá formhugsun og aðlögun að rými hafnarhússins. Sýningin Andrými opnar á flæði á milli hins huglæga rýmis og hins áþreifanlega,“ segir í tilkynningu. Sýningin stendur til 24. júní.

Á Vopnafirði heldur danslistaskólinn Valkyrja vorsýningu sína sem nefnist Rætur Yggdrasils. Þar sýna dansarar á aldrinum 4-91 ár afrakstur annarinnar. Frítt er inn en takmarkaður miðafjöldi og skráningaskylda vegna sóttvarna. Sýningin hefst í félagsheimilinu Miklagarði klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.