Kannabisræktun á Seyðisfirði
Lögregumenn við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu í dag húsleit í húsi á Seyðisfirði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleit fundust um 60 kannabisplöntur og græðlingar. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun. Þá var og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. Þá gerðu lögreglumenn á Vopnafirði húsleit vegna málsins á sínu svæði. Við húsleitina á Seyðisfirði var fenginn til aðstoðar fíkniefnahundur frá Ríkislögreglustjóra ásamt þjálfara.
-
(mynd ótengd frétt)