Karlakórinn Heimir kemur austur á land
Karlakórinn Heimir er væntanlegur austur á land og heldur tvenna tónleika í fjórðungnum á laugardag.
Dagskráin verður sambærileg þeirri sem kórinn hefur verið með í vetur. Fyrir hlé er hefðbundin karlakóratónlist á efnisskránni. Eftir hlé er breytt um takt, hljómsveit skipuð kórmönnum stígur fram Guðrún Gunnarsdóttir kemur til lið við kórinn. Aðrir einsöngvarar eru allir úr röðum kórmanna, þeir eru Ari Jóhann Sigurðsson, Pétur Pétursson, Árni Geir Sigurbjörnsson og Sveinn Rúnar Gunnarsson.
Stjórnandi karlakórsins Heimis er Stefán Gíslason, undirleikari er Thomas Higgerson.
Fyrri tónleikarnir verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 15:00 en þeir seinni um kvöldið klukkan 20:30 í Egilsstaðakirkju.
Miðaverðið er 4.000 krónur og selt við innganginn.