Kláraði fagnám í verslun og þjónustu alfarið í fjarnámi

„Námið var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Þetta nýtist auðvitað vel í mínu starfi og ég mæli með þessu fyrir alla sem hafa hug á að stunda verslunarstörf,“ segir Ríkey Jónsdóttir, verslunarstjóri.

Næst þegar lesendur eiga leið inn í Kjörbúðina á Fáskrúðsfirði er óhætt að óska verslunarstjóranum til hamingju. Hún hefur nýlokið fagnámi í verslun og þjónustu og það að öllu leyti í fjarnámi.

Ríkey ein aðeins níu nemenda sem lokið hafa þessu fagnámi en það bauðst fyrst hjá Verslunarskóla Íslands í janúar 2020. Um sérstaka námslínu er að ræða sem byggir á að efla og styrkja verslunarfólk í störfum sínum.

Sjálf er Ríkey himinlifandi yfir að hafa getað stundað og klárað námið alfarið heimanfrá. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þetta var í raun þægilegt fyrirkomulag en ég hefði átt von á, sér í lagi fyrir konu með fjögur börn, í fullu starfi og með sjómanni auk þess sem ég átti ekki endilega von á að klára nám á þessum tímapunkti. En það var hægt með gríðarlega góðum stuðningi og sveigjanleika frá fjölskyldunni, Samkaupum og skólanum.“

Mynd: Ríkey (til hægri) ásamt vinnufélaga að norðan en þær báðar útskrifuðust nýlega úr fagnámi í verslun og þjónustu

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.