Köldukvíslarveita tekin í notkun
Íbúar Egilsstaða og Fella fengu rétt fyrir jólin vatn úr hinu nýja vatnsbóli Köldukvíslarveitu. Var þá slökkt á borholudæmum á Egilsstaðanesi, en vatnsbólið þar hefur veitt vatni til Héraðsbúa í yfir fjörtíu ár. Það er skammt frá Egilsstaðaflugvelli en hið nýja vatnsból er á Fagradal og mun nú þjóna þéttbýliskjörnum Egilsstaða og Fellabæjar um ókomin ár.