Kálvargar skemma ræktun fyrir fólki

Kona hafði samband og sagði frá heldur leiðinlegu atviki tengdu matjurtagarði sem Fljótsdalshérað býður almenningi til afnota gegn vægu gjaldi.  Hún hafði leigt slíkan garð, enda ánægð með þetta framtak sveitarfélagsins og fór ásamt sonum sínum með ræktarlegar matjurtaplöntur og setti í garðinn á annan í hvítasunnu. Leið svo og beið og plönturnar tóku vel við sér. Á miðvikudag í síðustu viku fóru þau til að líta eftir og blasti þá við ófögur sjón. Búið var að rífa upp allt kálið og henda því í eina hrúgu og voru plönturnar að sögn konunnar flestar ónýtar.

,,Þarna er um hreina skemmdarfýsn að ræða. Mér finnst þetta góð viðleitni hjá bænum að bjóða upp á garðana, en jafnleiðinlegt að þetta skuli ekki vera látið í friði,“ sagði konan og hvetur skemmdarvarginn til að láta af þessari ljótu iðju. Hún sagðist hafa séð viðlíka aðfarir í að minnsta kosti einum öðrum matjurtagarði á svæðinu.

cabbage.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.