Komu færandi hendi í Eskifjarðarskóla
Eskifjarðarskóli fékk ýmsar góðar gjafir í síðustu viku þegar fyrirtækin Rubix og Verkfærasalan færðu skólanum töluvert af glænýjum verkfærum.
Vélsög, naglabyssa og stór og góð ryksuga meðal gjafanna og segir Heiðar Högni Guðnason, umsjónarkennari 8. bekkjar nýju verkfærin sannarlega nýtast vel og þar bæði í Hönnunarsmiðjum yngri bekkja og Hönnunarvali efstu bekkjanna. Ekki hvað síst sökum þess að mörg verkfæri skólans eru komin til ára sinna að sögn Heiðars.
„Það virkar allt eins og best verður á kosið en vissulega eru mörg verkfærin og tækin komin á aldur ef svo má að orði komast. Hér erum við að hluta til að nota sömu græjurnar og við notuðum þegar ég var í skólanum á sínum tíma.“
Gjafirnar komu Heiðari þó ekki beint á óvart því hann sjálfur hafði frumkvæði að því fyrir nokkru að hafa samband við þessi fyrirtæki og forvitnast um hvort þau gætu séð af verkfærum til skólans
„Það var vel tekið í það af þeirra hálfu og nú erum við byrjuð að vinna með flestöll tækin í vinnustofunum hérna. Sjálfur er ég mest hrifinn af stórri ryksugunni sem kemur sér frábærlega vel.“
Hluti eldri nemenda með gjafirnar umræddu. Með þeim á myndinni er Heiðar Högni og Davíð Þór Magnússon, rekstrarstjóri Rubix. Mynd Eskifjarðaskóli.