Kraftmikil Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi framundan
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi verður sett á Egilsstöðum í 23. sinn, fimmtudaginn 24. júní. Eins og undanfarin ár fer hátíðin fram á þremur stöðum á Austurlandi. Fram koma listamenn bæði af svæðinu og annars staðar frá, eins og oft áður.

Dagsskrá 23. Jazzhátíðar Egilsstaða á Austurlandi
Fimmtudagur 24. júní á Egilsstöðum og Seyðisfirði
Kl. 15.00 Setning JEA 2010 . Tónlist út um allan bæ á Egilsstöðum. Einar Bragi og Jón Hilmar verða á áberandi stöðum út um allan bæ og leika létta og skemmtilega tónlist.
Kl. 21.00 JazzSmiðja Austurlands. - Herðubreið, Seyðisfirði.
Ungir og efnilegir austfirskir tónlistarmenn FARVEL ásamt Einari Braga og Ernu Hrönn Ólafsdóttur. FARVEL skipa þeir Þorlákur Ágústsson á bassa, Orri Smárason á trommur og Jón Hilmar Kárason á gítar.
Föstudagur 25. júní í Egilsbúð, Neskaupstað
Kl. 21.00 STEVIE WONDER TRIBUTE - Egilsbúð. Stefán Hilmarsson söngvari ásamt frábærum tónlistarmönnum flytur öll bestu lög þessa mikla snillings.
Laugardagur 26. júní í Valaskjálf, Egilsstöðum
Kl. 21.00 Matti Saarinen trio. En tríóið skipa þeir Matti Saarinen á gítar, Halli Gulli á trommur og Stefán Ingólfs á bassa. Tríóið leikur frumsamda jazztónlist eftir gítarleikara sveitarinnar.
TODMOBILE - Eitt besta tónleikaband landsins mætir á JEA í fyrsta sinn. Átta manna hljómsveit með Andreu Gylfa og Þorvald Bjarna í broddi fylkingar.
Nánari upplýsingar veitir Jón Hilmar Kárason í 861 1894