Orkumálinn 2024

„Kunni að taka bíóstressinu hóflega alvarlega“

Fyrrverandi samstarfsfólk Ingvars Lundbergs, hljómborðsleikara hljómsveitarinnar SúEllen frá Norðfirði, minntist hans á Edduverðlaunum í gærkvöldi. Ingvar fékk þar verðlaunin fyrir hljóðið í kvikmyndinni Dýrinu.

„Ingvar kom með krafti inn í endurvinnslu myndarinnar í janúar 2020 og endaði á að hljóðblanda hana um vorið.

Það var alltaf gaman að vinna með Ingvari. Hann var fagmaður fram í fingurgóma. Kunni að hlægja og taka öllu þessu bíóstressi hóflega alvarlega,“ sagði Björn Viktorsson sem vann með Ingvari að myndinni og deildi með honum verðlaunum.

Í útsendingu RÚV frá hátíðinni í gærkvöldi sést að stundin var afskaplega tilfinningaþrungin en Ingvar lést í júlí síðastliðnum.

Ragna Kjartansdóttir, þekkt undir listamannsnafninu Cell7, fylgdi Birni upp á sviðið fyrir hönd Ingvars og konu hans, Santíu Svanhvítar Sigurjónsdóttur.

„Hann hvatti mig stöðugt áfram fram að þeim síðasta degi sem ég hitti hann. Hann talaði aldrei niður til mín og gaf ótrúlega mikið af sér. Hann nálgaðist allt sem hann tók sér fyrir hendur af alúð og einlægni.

Eitt hef ég lært af honum. Verkefnin koma og fara en grípum hvert einsta tækifæri sem við höfum til að hafa jákvæð áhrif og koma vel fram hvert við annað, jafnvel við þær erfiðu aðstæður sem kvikmyndir geta verið.“

Ingvar lengst til vinstri með félögum sínum í SúEllen. Mynd: SúEllen


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.