Kvennalið Þróttar í undanúrslit
Kvennalið Þróttar er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í blaki en fyrri forkeppni keppninnar fór fram í Reykjavík fyrir skemmstu. Karlaliðið missti naumlega af undanúrslitasæti.
Bikarkeppnin fer að þessu sinni þannig fram að leiknar eru tvær forkeppnir. Tvö lið komust áfram hjá hvoru kyni um daginn en seinni forkeppnin verður á Akureyri í febrúar. Þar gefst þeim liðum sem ekki komust áfram núna tækifæri á að tryggja sér þáttökurétt í úrslitahelginni sem fram fer í Laugardalshöll í mars.
Kvennalið Þróttar vann alla sína leiki, þar með talið Fylki 2-1 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. KA fylgdi þeim í undanúrslitin.
Karlalið Þróttar vann einn leik, gegn HK, en tapaði tveimur. Liðið, sem leikið hefur í 2. deild undanfarin ár, var ekki fjarri því að vinna 1. deildarlið KA. Þróttur Reykjavík og Stjarnan, sem hafa skipt með sér titlunum í karlablakinu undanfarin ár, komust áfram.
GG
021: Úr leik Stjörnunnar og Þróttar í kvennaflokki. Mynd: GG
100: Félaginn notaður sem stökkpallur. Karlaliðið vann HK í spennandi leik. Mynd: GG