Kynnir Freyjuginningu á Skriðuklaustri

Rithöfundurinn Christina Sunley kynnir bók sína Freyjuginningu á Skriðuklaustri sunnudaginn 6. júní og segir frá tilurð hennar og tengslum sínum við Ísland.

cristina_sunley.jpgSunnudaginn 6. júní klukkan 16:00 mun bandaríski rithöfundurinn Christina Sunley lesa úr bók sinni Freyjuginningu á Skriðuklaustri, segja frá tilurð hennar og tengslum sínum við Ísland og svara fyrirspurnum.

Christina er af íslenskum ættum, meðal annars af Vefaraættinni úr Fljótsdal. Hún dvaldi fyrir fáum árum í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri við bókarskrif. Afraksturinn er skáldsagan, The Tricking of Freya, sem kom út 2008 og fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda vestan hafs. Bókafélagið Ugla gaf hana út fyrir síðustu jól í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann undir heitinu Freyjuginning.

Í sögunni er skyggnst inn í íslenskan menningarheim frá sjónarhóli fólksins sem yfirgaf Ísland undir lok nítjándu aldar en varðveitti íslenska menningu fjarri ættjörðinni. Sögusviðið er Íslendingaslóðir í Kanada en leikurinn berst einnig til Íslands og Fljótsdalshéraðs. Dagskráin fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og opið í kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi.

Sjá nánari upplýsingar um höfundinn og bókina hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar