Álagsgreiðslur í hádegi felldar niður

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að fella niður álagsgreiðslur í hádegi hjá starfsmönnum leikskóla, sem framlengdar voru tímabundið við gerð síðustu kjarasamninga, samanber bréf til starfsmanna þar að lútandi frá 19. desember 2008. Þetta er gert vegna sparnaðaraðgerða hjá sveitarfélaginu.

fljtsdalshra_merki.jpg

 

Bæjarráð samþykkti einnig að foreldar greiði fyrir allan þann tíma sem börn eru í leikskóla, þ.e. ekki verði lengur um gjaldfrjálsar 15 mínútur í upphafi og lok leikskóladags að ræða.

Fræðslunefnd bókaði á fundi sínum 24. mars að hún samþykkti fyrir sitt leyti tillögu leikskólastjóra um að til að draga verulega úr yfirvinnu vegna starfsmannafunda verði skipulagsdögum í leikskólunum fjölgað úr fjórum í fimm og starfsmannafundir færðir á dagvinnutíma. Gert verði ráð fyrir 3 heilum dögum og 4 hálfum dögum, 2 fyrir hádegi og 2 eftir hádegi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar