Landinn í loftið í kvöld
Landinn, nýr frétta- og þjóðlífsþáttur Ríkisútvarpsins, fer í loftið í kvöld. Þar verða fluttar fréttir og sagðar sögur af fólkinu í landinu.Meðal efnis í kvöld er fréttaskýring Rúnars Snæs Reynissonar um fólksflutninga af landsbyggðinni.
Í Landanum ítarlegar fréttaskýringar um ýmis mál sem brenna á fólki um land allt og sérstaklega fjallað um nýsköpun í atvinnulífinu. Mannlífið í fjölbreytileika sínum birtist ljóslifandi í þessum vikulega sunnudagsþætti.
Umsjónarmenn Landans starfa í öllum landshlutum og fara víða. Markmið þáttarins er meðal annars að mæta þörf fyrir fréttir og dagskrárgerð af landsbyggðinni.
Umsjónarmenn eru Gísli Einarsson, Ragnhildur Thorlacius, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Ágúst Ólafsson, Rúnar Snær Reynisson og Sighvatur Jónsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson,