Leggja á ráðin um ritun sögu Seyðisfjarðar
Sögufélag Austurlands stendur á morgun fyrir sérstöku málþingi um ritun sögu Seyðisfjarðar en þingið fer fram í Herðubreið og þangað allir velkomnir.
Margt verið ritað um Seyðisfjörð gegnum tíðina en þó ekkert heilstætt verk þar sem finna má allt frá a til ö um bæinn og lífið þar gegnum tíðina. Á því skal ráða bót með útgáfu sérstakrar bókar, bókaflokks eða í öðru útgáfuformi ef saman næst með gestum á málþinginu að sögn Sigurjóns Bjarnasonar, formanns Sögufélagsins.
„Þetta er til þess gert að komast að því hvernig standa skal að slíkri útgáfu, hvernig skal fjármagna verkið og með hvaða hætti á rita slíka bók. Þarna koma fram margir fræðimenn fyrir hádegið en förum við í umræður eftir hádegið og fáum fram ályktanir og tillögur um framkvæmdina.“
Meðal þeirra sem fram koma og lýsa sinni sýn á slíka útgáfu eru auk Sigurjóns sjálfs, Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, Jón Hjaltason, sagnfræðingur, Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, Pétur H. Ármannsson, arkitekt og Stefán Bogi Sveinsson, héraðsskjalavörður.
Þingið hefst klukkan 10 og málþingsslit verða síðdegis klukkan 17 og þá mun liggja fyrir sú tillaga eða tillögur sem brautargengi fengu á þinginu en í lokin verða greidd atkvæði um málið. Þingið opið öllum sem áhuga hafa og eða vilja leggja orð í belg um ritun sögu Seyðisfjarðar.