![](/images/stories/news/2016/leikskoli_jolasveinn/sofandi_jolasveinn_egs_0021_web.jpg)
Leikskólabörn fengu að kitla jólasvein – Myndir
Í meira en áratug hefur verið sú hefð að leikskólabörn úr elsta árganginum á Egilsstöðum heimsækja Gistihúsið á Egilsstöðum skömmu fyrir jól. Þar komast þau í tæri við jólasvein sem er að hvíla sig eftir erfiði næturinnar við að gefa í skóinn.
Bjúgnakrækir virðist hafa verið þreyttur þegar hann kom á Gistihúsið. Á ganginum liggja mandarínur, kartöflur, skór og rauðföt á stangli.
Dyrnar á herberginu eru opnar í hálfa gátt og í rúminu lá hrjótandi jólasveinn. Undan sænginni sást í skítuga fæturna og rauða húfuna á koddanum.
Jólasveinninn varð ekki var við þegar krakkarnir læddust inn til hans og missti varla úr hrotu þótt hann væri kitlaður í iljarnar.
Eins og gengur og gerist voru börnin mishuguð í návist jólasveinsins. Áhuginn var þó greinilega til staðar – ekki síst hjá leikskólakennurunum.