Leiðrétting vegna umfjöllunar smáýsudráps síldarflotans í Breiðafirði
Vegna þeirrar umfjöllunar sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um meint smáýsudráp síldarflotans í Breiðafirði, vill Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf., koma eftirfarandi á framfæri. ,,Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti langmestu af síld á vertíðinni, hún hefur öll verið veidd í Breiðafirði. Nánast öll síldin hefur farið til manneldisvinnslu, þar er hún tekin yfir flokkara og bolfiskur skilinn frá, settur í kör og vigtaður samkvæmt reglum fiskistofu. Eftirlitsaðilar fiskistofu hafa fylgst með flokkun og vigtun aflans.
Eins og sést á töflunni hér að neðan hefur verið landað 13.500 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað af 36.000 tonna heildarafla sem gerir rúm 37% af veiðinni á vertíðinni. Þar af hefur meðafli í ýsu verið rúm 3.800 kg.
Íslensk síld, landað í Neskaupstað á vertíðinni
|
Síld til vinnslu |
Síld til bræðslu |
Samtals síld |
Ýsa |
Þorskur |
Ufsi |
Samtals meðafli |
Hlutfall meðafla |
Börkur |
7.706.000 |
13.000 |
7.719.000 |
3.703 |
1.211 |
74 |
4.988 |
0,06% |
Háberg |
4.692.000 |
394.000 |
5.086.000 |
155 |
1.107 |
|
1.262 |
0,02% |
Bjarni Ólafsson |
724.531 |
0 |
724.531 |
629 |
54 |
683 |
0,09% |
|
13.122.531 |
407.000 |
13.529.531 |
3.858 |
2.947 |
128 |
6.933 |
0,05% |
Eins og sést á framansögðu er orðrómur um stórfellt ýsudráp síldarflotans í Breiðafirði úr lausu lofti gripinn. Fréttaflutningur af þessu tagi virðist eingöngu settur fram með það að markmiði að vega að orðstír sjómanna, starfsfólks og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á viðkomandi veiðiskap.
Mér finnst starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og annarra fyrirtækja sem vinna við gjaldeyrissköpun úr síldinni ekki eiga skilið að sitja undir rangfærslum sem þessum.
Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað