Leiðréttingar Þórunnar í bókabúðinni
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. ágú 2009 16:49 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði í dag, fimmtudag, en hún er gestalistamaður þar í ágúst. Verkefnarýmið er gamla bókabúðin við Austurveg, en þar hefur Þórunn unnið stað- og tímabundna innsetningu sem heitir Leiðréttingar.

Þórunn notar bókbandslímband til að mála geómetríu inn í rýmið. Límbandið, sem er stundum kallað kjölband, er úr striga og aðeins framleitt í nokkrum litum og breiddum og gjarnan notað til að gera við bókakili. Þórunni hefur áður límt í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Þórunn hefur unnið ýmis störf sem tengjast myndlist, hún var t.d. verkefnisstjóri 700.IS Hreindýraland 2009; framkvæmdastjóri Skaftfells í 7 mánuði á síðasta ári og sá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum sumarið 2007. Þetta er sjöunda einkasýning Þórunnar, en hún er einnig þekktur hljóðbókalesari og þýðandi.