Skip to main content

Leit hætt í Fáskrúðsfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2009 15:39Uppfært 08. jan 2016 19:21

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hefur svæðið þar sem báturinn fórst verið leitað afar vel í allan dag af björgunarsveitum af Austurlandi, nærstöddum bátum og skipum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig hafa kafarar tekið þátt. Verið er að draga bátinn sem fórst til hafnar á Fáskrúðsfirði og er von á honum þangað eftir tvo til þrjá tíma.

sjslys__fskrsfiri_skrur_vefur.jpg

-

Mynd/ÓM