Lesið upp úr frásögn Erlu Jóhannsdóttur í Hlymsdölum
Systkinin Hafdís Erla Bogadóttir og Ómar Bogason verða með upplestur í Hlymsdölum á Egilsstöðum á morgun um kl. 14. Þau lesa úr bók Önnu Kristine Magnúsdóttur, Milli mjalta og messu, kafla sem tileinkaður er lífsreynslusögu móður þeirra, Erlu Jóhannsdóttur. Hún missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjóflóði ung að árum. Viðtal við Erlu var birt í jólablaði Austurgluggans 2008.