Lögbann á hlutafjáraukningu
Lögbann hefur verið sett á nýtingu 500 milljóna króna hlutafjár sem fékkst í hlutafjáraukningu Eskju hf. á Eskifirði í byrjun október. Landsbankinn fór fram á lögbannið en ágreiningur er á milli bankans og hluthafanna um verðmat á fyrirtækinu sem lá til grundvallar hlutafjáraukningunni. Landsbankinn telur verðmætið hafa verið of lágt, sem leiddi til þess að stærri hluti fyrirtækisins hafi fengist fyrir upphæðina en ella hefði verið. Málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands og þar skorið úr um hæfilegt verðmat á Eskju hf.