Lögreglumönnum í Neskaupstað hótað lífláti
Lögreglumönnum, eiginkonum og börnum þeirra var hótað lífláti og líkamsmeiðingum þegar þeir skiptu sér af drukknum einstaklingum sem voru til vandræða um helgina. Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, segir að málið verði kært til ríkissaksóknara.Höfð voru afskipti af nokkrum öðrum málum ölvaðra einstaklinga. Í umdæminu var tilkynnt um tvö innbrot og þjófnaði. Jónas segir rannsókn þeirra vel á veg komna en á viðkvæmu stigi.
Tvö umferðaróhöpp urðu í nágrenni Hafnar í Hornafirði. Í öðru þeirra er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja.
Þær upplýsingar fengust hjá umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði að helgin hefði verði róleg.