Listamannaspjall í Skaftfelli á morgun

skaftfellBoðið verður upp á listamannaspjall í Skaftfelli á Seyðisfirði með þremur nýjum gestalistamönnum sem komnir eru til staðarins og munu á næstunni starfa í gestavinnustofum á vegum Skaftfells sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi.
 
Skaftfell rekur þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði, Skaftfell, Hól og Norðurgötu.

Þeim er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Einnig að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins og búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi.

Listamennirnir sem nú eru komnir til dvalar eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Manfred Hubmann frá Austurríki og Yann Leguay frá Belgíu. 


Þau verða með stutta kynningu klukkan 21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Spjallið fer fram á ensku og verða léttar veitingar í boði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar