Þórhallur Árnason, hönnuður og Ólöf Björk Bragadóttir (Lóa)
myndlistarmaður eru listamenn marsmánaðar í Húsi handanna á Egilsstöðum.
Af því tilefni bjóða þau gestum upp á léttar veitingar og vorsöng frá klukkan 16-18 í Húsinu í dag. 20% kynningarafsláttur af verkum þeirra er út mánuðinn.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.