Ljóð Hákonar kveðin og lesin af húsgöflum

Hátíðarhöldin á 17. júní á Fljótsdalshérað voru með hefðbundnum hætti.  Hluti hátíðarhaldanna var að ljóð Hákonar Aðalsteinssonar voru kveðin og lesin af húsgöflum og veggjum meðan gengið var um götur Egilsstaða.

hakon_kvedinn.jpgHátíðarhöldin fóru að mestu fram í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með tilheyrandi hoppi, hí og húllumhæ, hátíðarræðu og að sjálfsögðu ávarpi fjallkonunnar, auk þess sem öll helstu veitingahús bæjarins voru með tilboð á veitingum af öllu tagi.

Formleg opnun á Ljóðabænum Egilsstöðum í Minjasafni Austurlands og ljóðaverkefni til heiðurs Hákoni Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, gönguferð var farin frá Minjasafninu sem stendur í jaðri Tjarnargarðsins gegn um bæinn og voru vísur Hákonar kveðnar og lesnar á leiðinni, undir húsagöflum sem ljóðin höfðu verið prentuð á, á leiðinni að Sláturhúsinu. Mörg af bestu ljóðum Hákonar munu birtast á húsveggjum víða um sveitarfélagið á næstunni. 

Í Sláturhúsinu var síðan opnuð myndverkasýningin 4KONUR sem er listsýning fjögurra kvenna og myndlistarfélagið opnaði sýningu í Flugstöðinni við Egilsstaðaflugvöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar