![](/images/Garðar_og_Anna.jpg)
Ljóðabókin óður til hvors annars
„Þetta er uppsafnaður vandi,“ segir tónlistarmaðurinn Garðar Harðar á Stöðvarfirði þegar hann er spurður út í myndarlegt gítarasafn sem hann býr yfir, en Garðar og kona hans, Anna Hrefnudóttir myndlistamaður voru í þættinum Að austan á N4 síðastliðinn fimmtudag.
Garðar tónlistarmaður og tónlistakennari á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og var aðeins 12 ára gamall þegar hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit. Anna er menntaður grafíklistamaður frá Myndlista og handíðaskóla Íslands en málverkið heillaði hana og hefur hún einbeitt sér að því eftir útskrift.
Heimilið ber þess glöggt merki að um sé að ræða listfengin hjón, en saman reka þau svo Svartholið í kjallaranum, sem er gallerí og gisting, fagurlega skreytt með verkum Önnu. Hér er Facebooksíða Svartholsins.
Auk þess að skapa tón- og myndlist hafa þau bæði ort mikið gegnum tíðina og gáfu saman út „Til þín“, sem þau segja óð til hvors annars.