Ljóðræða um samtímann
Ljóðaklúbburinn Hási Kisi stendur fyrir ljóðaupplestri í kvöld klukkan 20:30. Lesturinn fer fram í fokheldu einbýlishúsi að Hömrum 19 á Egilsstöðum og er hluti af dagskrá Daga myrkurs á Austurlandi. Í Hása Kisa eru þau Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson.
Öll munu skáldin lesa ný ljóð og leitast við að tala við samtímann, hvert með sínu nefi. En svarar hann einhverju? Er þetta kannski bara eintóm tilgerð og verður okkur ekki bara skítkalt?
Aðgangur er ókeypis. Hamrar 19 eru á hinu svokallaða Suðursvæði, beygt er til vinstri við mjólkurstöðina upp fyrir stóru blokkirnar.
Gestir eru hvattir til að koma vel klæddir.