Ljósleiðaralagning í Fljótsdalshreppi

Fljótsdalshreppur hefur ákveðið að ganga til samninga við RARIK um sameiginlegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara um sveitina í sumar. Fljótsdalshreppur ætlar að lána RARIK 20 milljónir króna til fimm ára vegna framkvæmdanna.

ljsleiari.jpg

Mun Fljótsdalshreppur greiða flýtigjald til RARIK vegna lagningar rafstrengsins frá Hjarðabóli að Droplaugarstöðum og nemur það kr. 625. þúsundum á hvern kílómetra. RARIK greiðir helming verktakakostnaðar á þeirri leið. Þá greiðir Fljótsdalshreppur á sama máta flýtigjald vegna lagningar rafstrengs frá Langhúsum í Egilsstaði og allan verktakakostnað.

 

Þá lánar Fljótsdalshreppur RARIK tuttugu milljónir króna til fimm ára og sér um samninga við landeigendur og gróft val á lagnaleið.  RARIK sér um gerð útboðslýsingar og eftirlit með verkinu. Ekki verður innheimt flýtigjald af uppsetningu spennistöðva RARIK, en þær verða ekki settar upp fyrr en árið 2010.

Þess er vænst að framkvæmdir geti hafist síðsumars.

Frá þessu greinir í fundargerð hreppsins 4. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.