Ljósmyndasýning á grindverki

fiannpaul.jpgLjósmyndarinn Fiann Paul sýnir þessa dagana myndir af slóðum Inúíta á Grænlandi á grindverkinu við sundlaugina á Egilsstöðum.

Fiann Paul er þekktur sem annar af höfundum "The dialog" verkefninu. Það var ljósmyndasýning af íslenskum börnum sem þöktu vegginn á húsi á mótum Austurstrætis og Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur.

Sumar myndanna á sýningunni voru notaðar til að kynna Grænland í  Norðurheimskautsvetrarleikunum í Kanada árið 2010, ásamt myndum frá Ragnari Axelsyni.

Sýningin stendur til morguns. Nánari upplýsingar um Fiann má finna á www.fiannpaul.com.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar