Líklega hægt að ljúka Hófaskarðsleið um mitt næsta sumar

Ekki þarf að fara fram umhverfismat vegna legu um 2 km vegarkafla vestast á Hófaskarðsleið. Þetta er úrskurður Skipulagsstofnunar. Undirbyggður hefur verið um 30 km langur vegur milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar en lokakaflinn vestast frestaðist vegna þófs um legu hans. Væntanlega verður hægt að halda framkvæmdum áfram þegar kærufrestur er útrunninn í nóvember og framkvæmdaleyfi liggur fyrir frá sveitarstjórn, að því tilskyldu að ekki berist kærur. Slitlag ætti því að geta verið komið á veginn um mitt næsta sumar.

hofaskardsleid.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.