Líklega hægt að ljúka Hófaskarðsleið um mitt næsta sumar
Ekki þarf að fara fram umhverfismat vegna legu um 2 km vegarkafla vestast á Hófaskarðsleið. Þetta er úrskurður Skipulagsstofnunar. Undirbyggður hefur verið um 30 km langur vegur milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar en lokakaflinn vestast frestaðist vegna þófs um legu hans. Væntanlega verður hægt að halda framkvæmdum áfram þegar kærufrestur er útrunninn í nóvember og framkvæmdaleyfi liggur fyrir frá sveitarstjórn, að því tilskyldu að ekki berist kærur. Slitlag ætti því að geta verið komið á veginn um mitt næsta sumar.