LME frumsýnir Go.com Air í kvöld

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, LME, frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Beðið eftir Go.com Air, (Go-dot-com Air) eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið fjallar um hóp Íslendinga sem eru staddir í flugstöð erlendis á leið heim. Þeir lenda í ýmsum hrakningum, sem skapast af seinkun á fluginu.

ti0126096.jpg

 

Ergelsi í hópnum innbyrðis og við starfsmenn lággjaldaflugfélagsins og öryggisverði skapar spennu hjá sögupersónunum. Meðal þeirra eru kerfiskall úr ráðuneyti, flughræddur maður, drykkfelld móðir og dóttir hennar sem ferðast fyrir fermingarpeninga stúlkunnar og fleiri. Allt er þetta fólk að bíða eftir flugvél sem aldrei virðist ætla að komast í loftið.

 

 

Sýnt verður 22., 24., 26., 29. og 30. mars og 1. apríl. Allar sýningar verða í Valaskjálf og hefjast kl. 20. Miðasala er í símum 8659770 og 8973849.

rmann_gumundsson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Ármann Guðmundsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar