Skip to main content

Málstofa um heimagrafreiti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2021 12:49Uppfært 19. okt 2021 12:51

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi um heimagrafreiti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag.


Hjalti fjallar þar um Fjallað verður um þær miklu vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880–1960, ekki síst á Austurlandi, þar sem mikinn fjölda þeirra er að finna.

Sagt verður frá upphafi siðarins, útbreiðslu hans, ástæðum þess að grafreitir voru stofnaðir sem og hvernig kirkjan brást við nýbreytninni sem í grafreitunum fólst. Umræður verða eftir erindi Hjalta.

Málstofan er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þjóðkirkjusafnaða í Egilsstaðaprestakalli.

Málstofan hefst klukkan 17:00. Málstofustjóri verður Stefán Bogi Sveinsson.