Skip to main content

Margar kostulegar gönguleiðir í Fljótsdalnum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. sep 2022 14:23Uppfært 30. sep 2022 14:29

„Hérna í Fljótsdalnum erum við á útjaðri eða innjaðri þess sem kallað er Gamla Ísland og hér erum við í elstu berglögunum sem finnast á Íslandi eða milljón ára gömul,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérlegur áhugamaður um gönguleiðir.

Rætt er við Ingólf í nýjast þættinum Að austan á N4 en þar ræðir hann um þær fjölmörgu kostulegu gönguleiðir sem fyrirfinnast í og við dalinn. Hann ræðir meðal annars um þekkta Tröllkonustíg og ber hann saman við Reykjanesið.

„Það er berggangur sem myndast og hraun sem treður sér upp í gegnum jarðlögin og myndar svona einhvers konar röst eða svona klettaþil inni í jarðlögunum. Þjóðasagan segir að hér hafi stigið niður fæti tröllskessa og hún hafi svo stigið niður afturfæti hér í dalnum fyrir ofan Víðivallagerði og náttúrufræðingar telja að þetta sé sami berggangurinn sem nær um allan dalinn.“

Sjá má allt viðtalið við Ingólf hér fyrir neðan