Margrét Eir með tónleika í Kirkju og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði
Margrét Eir Hjartardóttir söngkona heldur tónleika í Kirkju og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði, fimmtudaginn 15. apríl næstkomandi. Þar mun hún syngja lög úr helstu og þekktustu söngleikjum samtimans.Á söngskránni hjá Margréti Eir eru lög úr þekktustu söngleikjum samtímans, þar á meðal eru Jesus Christ Superstar, Cabaret, Hárið og Les Misarable.
Það má segja að þetta sé sérsvið Margrétar, þó að þetta sé í fyrst skipti sem hún heldur sólótónleika með þessu sniði þá hefur hún tekið þátt í ýmsum uppfærslum á söngleikjum hérlendis þar á meðal Oliver hjá Leikfélag Akrueyrar, Með fullri reisn og Rent hjá Þjóðleikhúsinu og að ógleymdu Hárinu sem var sett upp í Íslensku Óperunni árið 1994.
,,Það má segja að söngleikir séu eitt af mínum sérsviðum en þetta er
samt í fyrsta skipti sem ég held tónleika með þessari tónlist og í
fyrsta skipti í 5 ár sem ég held tónleika. Það er mér sönn ánægja að
koma austur og flytja fyrir íbúa Eskifjarðar, Egilsstaða,
Norðfjarðar og allra í nágrenninu þessa tónlist. Með mér á
tónleikunum eru þeir Matti Kallio sem spilar á píanó, harmóniku og
gítar og Ágúst Ólafsson baritónsöngvari", segir Margrét Eir.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og miðaverð er 2000 krónur.