Markaði djúp spor í tónlistarvitund barna á Austurlandi
Það ekki allir tónlistarmenn sem láta sig hafa tíu tónleika á einungis fjórum sólarhringum en það gerði Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem DJ flugvél og geimskip, fyrir skömmu þegar hún í samstarfi við BRAS [menningarhátíð barna og unglinga á Austurlandi] hélt svo marga tónleika fyrir börn og unlinga í einum tíu skólum á Austurlandi.
Verkefni Steinunnar kallaðist Hringferðin. Að sögn Jóhanns Ágústs Jóhannssonar, forstöðumanns menningarstofu Fjarðabyggðar, leiddist börnunum ekkert að taka sér smá frí frá lærdómnum og hoppa og skoppa um heim og geim með Steinunni. Gengur hann svo langt að segja að upplifunin hafi markað djúp spor í tónlistarvitunda þeirra ungmenna sem þátt tóku.
„Tónleikarnir fór flestir fram í skólum en einnig fengu við að nýta okkur aðstöðu í Sláturhúsinu, Herðubreið og Gallerí Þórsmörk. Verkefnið var sérstaklega í boði fyrir börn í 5., 6. og 7. bekk en þar sem var pláss og vilji til var öllum börnum skólanna boðið að koma og taka þátt í fjörinu og dilla sér og dansa við fjöruga tóna. Það var oft ansi mikið stuð og sér í lagi þegar boðið var upp á morgunreif en einnig voru börnin afar áhugasöm um öll þau tæki og tól sem Steinunn kom með sem og reykvélina og öll laser- og diskóljósin sem settu svo mikinn svip á tónleikahaldið. Þetta var vissulega mikið af skemmtilegu dóti sem enda kom fullur bíll af tækjabúnaði austur en með í för var einnig ein geimvera með glitrandi augu og annar sviðsbúnaður.“
DJ flugvél og geimskip með þétta tónlistardagskrá fyrir ungmennin en aukinheldur helling af skemmtilegur tækjum og tólum sem allir kunnu vel að meta. Mynd Menningarstofa Fjarðabyggðar.